
Madrid
Velkomin til Madríd, höfuðborg Spánar sem aldrei sefur. Með ríkan menningararf býður Madríd upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem eru í leit að ævintýrum. Sökktu þér niður í söguna með því að heimsækja helstu kennileiti borgarinnar eins og konungshöllina í Madríd, fallega Retiro-garðinn og hið heimsþekkta Prado-safn. Ferðamenn geta notið dýrindis spænskrar matargerðar með hefðbundnum réttum eins og paella, churros og tapas eða prófað eitthvað nýtt á flottum kaffihúsum og glæsilegum veitingastöðum. Næturlíf borgarinnar er mjög líflegt og þú getur skemmt þér endalaust á tónlistarstöðum, börum og klúbbum sem eru opnir langt fram eftir nóttu.
Íþróttaaðdáendur geta farið í skoðunarferð um leikvangana Santiago Bernabéu eða Wanda Metropolitano og horft á fótboltaleik, þar sem hin goðsagnakenndu knattspyrnufélög Real Madrid og Atlético Madrid leika heimaleiki sína. Borgin er einnig fullkomin til að versla, með fjölbreyttu úrvali af verslunarmiðstöðvum, stórverslunum og tískuverslunum sem eru staðsettar um alla borgina.
Að auki hefur borgin framúrskarandi almenningssamgöngur, sem gerir það auðvelt að ferðast um og kanna borgina á þínum eigin hraða. Madríd hefur eitthvað fyrir alla, hvort sem þú ert að leita að því að sökkva þér niður í spænska menningu, smakka dýrindis matargerð eða að baða þig í sólinni. Komdu og upplifðu einstaka blöndu af sögu, menningu og spennu sem Madríd hefur upp á að bjóða og skapaðu ógleymanlegar minningar sem munu endast alla ævi.
What To Do
Skemmtilegar Staðreyndir
1. Madrid varð höfuðborg Spánar á 16. öld
Árið 1561 flutti Filippus II konungur hirð sína frá Toledo til Madrídar og borgin varð höfuðborg Spánar. Ástæðan fyrir breytingunni er óljós. Það gæti hafa verið vegna heppilegri staðsetningu Madrid rétt í hjarta landsins, en ekkert er vitað fyrir vissu.
2. Madrid er næststærsta borgin í Evrópusambandinu
Madrid er ein af stórborgum Evrópu með yfir 3,2 milljónir íbúa. Eina borgin í Evrópusambandinu sem er fjölmennari er Berlín með um 3,6 milljón íbúa, en áður en Bretland yfirgaf ESB árið 2020 var London fjölmennust með um 9 milljón íbúa. Madrid er að auki sú fjórða fjölmennasta í allri Evrópu.
3. Madrid er hæsta höfuðborg Evrópusambandsins
Madríd er hæsta höfuðborg Evrópusambandsins og sú næsthæsta í Evrópu á eftir Andorra la Vella, höfuðborg Andorra, smáríki sem staðsett er í Pýrenafjöllunum milli Spánar og Frakklands. Hæð Madrid er 667 metrar yfir sjávarmáli.
4. Það er engin strönd í Madrid
Madríd er í u.þ.b. 350 km fjarlægð frá Miðjarðarhafinu. Ef þú vilt eyða tíma við sjóinn, þá er næsta strönd í Valencia, en það tekur um 1 klst og 40 mín að komast þangað með háhraða AVE lest. Ef þér þykir það of langt ferðalag þá eru nokkur svæði meðfram Manzanares ánni þar sem strendur leynast.
5. Madrid er mjög vinsæll ferðamannastaður
Madrid fær meira en 6 milljónir ferðamanna á ári. Ljúffeng matargerð, líflegt næturlíf og frábærar verslanir eru þrjár helstu ástæður þess að fólk heimsækir. Að auki er hægt að finna mikla mennningu og skoða mörg söfn, og að sjálfsögðu fara margir á fótboltaleiki í borginni.
6. Elsti veitingastaður heims er í Madrid
Elsti veitingastaður í heimi, sem lokaði aldrei og breytti aldrei staðsetningu, er staðsettur í Madríd, í Calle Cuchilleros, nálægt Plaza Mayor og San Miguel markaðnum. Hann heitir Sobrino de Botín og var stofnaður árið 1725. Einkennisréttur þeirra er Cochinillo Asado, ristaður mjólkugrís, sem er einn af þjóðarréttum Spánverja.
Gallery
〰️
Gallery 〰️









