Ragnar Þórólfur Ómarsson

Ég heiti Ragnar Þórólfur Ómarsson og er fæddur árið 2004. Ég er uppalinn í Neskaupstað og er nemi á 3. ári við Náttúruvísindabraut hjá Verkmenntaskóla Austurlands. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og hreyfingu, einkum blaki og fótbolta, en ég æfi og spila fótbolta með Knattspyrnufélagi Austfjarða (KFA). Ég hef einnig brennandi áhuga á landafræði og ferðalögum, og mig langar að ferðast mikið í framtíðinni. Þessi vefsíða hér er lokaverkefni mitt til stúdentsprófs hjá Verkmenntaskóla Austurlands. Ég hafði mjög gaman af því að vinna verkefnið og lærði heilmargt, bæði um Evrópu og vefsíðugerð. Næsta haust stefni ég á að læra lyfjafræði við Háskóla Íslands.

Uppfært sumar 2024

Nú hef ég klárað 1. árið í Lyfjafræði og er kominn í sumarfrí. Það er nú ekki meira frí en það að ég er að vinna flesta daga og eyði frítímum mínum í allskonar hreyfingu, einkum sundi, ræktinni og úti að hlaupa, og svo að vinna í þessari vefsíðu. Ég er hættur í fótbolta vegna höfuðmeiðsla en er byrjaður aftur í blaki, að þessu sinni með Fylki og varð Íslandsmeistari í 1. deild karla, sem er næst efsta deildin í blaki. 

Ég vonast til að klára nánast öll helstu lönd Evrópu á þessu ári og svo byrja á einhverju af hinum heimsálfunum. Það er markmiðið fyrir árið 2024. Það er strembið að gera þessa vefsíðu einn, enda mjög mikið innihaldsefni og því miður er sólarhringur aðeins 24 klukkutímar. 

Meira síðar…