Um vefsíðuna
Þessi vefsíða er lokaverkefnið mitt til stúdentsprófs af Náttúruvísindabraut við Verkmenntaskóla Austurlands. Vefsíðan fjallar um ferðalög í víðum skilningi þar sem hún inniheldur upplýsingar um 6 lönd í Evrópu og helstu áfangastaði og aðdráttaröfl sem tiltekið land hefur upp á að bjóða.
Ég valdi að gera vefsíðu af því að mig hefur oft langað að prófa að búa til einhverskonar vefsíðu og því taldi ég þetta lokaverkefni vera kjörið tækifæri til að búa til eina slíka. Alveg frá því ég var lítill hef ég hrifist af hinum framandi heim handan við hafið og verið algjörlega heltekinn af honum. Mig langar að ferðast mikið í framtíðinni og þá ekki bara til vinsælu staðanna heldur líka til þeirra landa sem fá ekki eins margar heimsóknir frá erlendum ferðamönnum.
Út frá því fékk ég hugmynd; vefsíða með upplýsingum um öll lönd í heiminum og þeirra helstu ferðamannastöðum. Auðvitað er það risastórt verkefni, og allt of stórt til þess að vinna á einni önn, því lét ég duga að taka saman upplýsingar um helstu lönd Evrópu, og úr varð þessi vefsíða.
Uppfært sumar 2024
Núna er komið að því loks að bæta við vefsíðuna. Ég ætla að bæta við fleiri stöðum við löndin 6 auk þess að bæta við öllum helstu löndum Evrópu. Markmiðið er að klára það á þessu ári en svo kemur það bara í ljós hversu vel það gengur. Þetta er metnaðarfullt markmið þar sem ég er aðeins einn í þessu og í fullri vinnu og síðar á fullu í skóla þegar hann byrjar í haust, en krefjandi markmið skila betri árangri. Svo vil ég bæta við öllum heimsálfunum og fyrst um sig bara helstu löndum þeirra.
“Big results require big ambitions”