Andorra

Andorra er frábær ferðamannastaður og býður upp á blöndu af náttúrufegurð, menningararfi og afþreyingu. Andorra er staðsett í Pýreneafjöllunum milli Frakklands og Spánar og er þekkt fyrir fagurt landslag, sem gerir það að paradís fyrir útivistarfólk. Landið státar af nokkrum af bestu skíðasvæðum Suður-Evrópu, eins og Grandvalira og Vallnord sem bjóða upp á víðtækar brekkur sem henta öllum færnistigum.

Auk vetraríþrótta býður Andorra upp á fjölmargar gönguleiðir á sumrin, sérstaklega í Madriu-Perafita-Claror dalnum sem er á heimsminjaskrá UNESCO, þar sem gestir geta notið töfrandi Alpalandslags og fjölbreytts dýralífs. Höfuðborgin, Andorra la Vella, er iðandi borg með framúrskarandi verslunum, veitingastöðum, og menningarlegum aðdráttaröflum, þar á meðal stærsta heilsulindarsamstæðu Evrópu, Centre Termolúdic Caldea.

Á heildina litið gerir samsetning náttúrufegurðar, útivistar og menningarlegum aðdráttaraöflum Andorru að einstökum og aðlaðandi áfangastað fyrir ferðamenn.

Vinsælustu staðirnir

Almennar Upplýsingar

Stærð:

  • 468 km2

Íbúafjöldi:

  • 82.500

Tungumál:

  • Katalónska

Gjaldmiðill:

  • Evra

Höfuðborg:

  • Andorra La Vella

Trúarbrögð:

  • Kristintrú (90%) - Kaþólskir (85%), annað (10%)

Skemmtilegar Staðreyndir

Andorra hefur tvo þjóðhöfðingja

  • Andorra hefur einstakt stjórnarform. Það er samfurstadæmi, sem þýðir að það hefur tvo þjóðhöfðingja: Forseta Frakklands og Biskupinn af Urgell, frá Katalóníu á Spáni.

Það eru engir flugvellir né járnbrautalestir í Andorra

  • Þrátt fyrir að vera vinsæll ferðamannastaður hefur Andorra enga flugvelli, engar lestarstöðvar og auðvitað engar hafnir. Landið er aðeins aðgengilegt með bíl eða rútu í gegnum Spán eða Frakkland.

Hæsta höfðuborg Evrópu

  • Þrátt fyrir smæð sína er Andorra eitt hæsta land Evrópu, enda staðsett í miðjum Pýrenafjöllunum. Höfuðborgin, Andorra la Vella, er hæsta höfuðborg Evrópu í 1.023 metra hæð yfir sjávarmáli.

Paradís fyrir kaupendur

  • Andorra er tollfrjálst svæði, sem gerir það að paradís fyrir kaupendur sem leita að skattfrjálsum vörum eins og raftækjum, ilmvötnum og áfengi. Það er eitt helsta aðdráttarafl landsins fyrir ferðamenn.

Andorra er ekki í Evrópusambandinu en notar samt evruna

  • Andorra notar evru (€) sem gjaldmiðil en er ekki aðili að Evrópusambandinu. Efnahagssamningar Andorra við ESB gera því kleift að taka upp evru sem sinn gjaldmiðil.

Góð Ráð Fyrir Ferðamenn

Hvenær er best að ferðast

  • Það fer eftir áhugamálum og hvernig ferðalagi maður leitar eftir. Ef þú ert skíða- og vetraríþróttaáhugamaður þá er best að ferðast um vetur, frá desember til mars. En ef þú vilt hlýrra veður og njóta einstaka náttúru Andorra með gönguferðum, fjallahjólreiðum, og aðra útivist, þá er best að fara um sumar frá júní til september.

Gjaldmiðill og lausafé

  • Andorra notar evru (€) sem gjaldmiðil þrátt fyrir að vera ekki hluti af Evrópusambandinu. Það er gagnlegt að hafa reiðufé fyrir smærri kaup, sérstaklega í litlum verslunum eða veitingastöðum í afskekktari svæðum. Hins vegar taka flest fyrirtæki við greiðslukortum.

Samgöngur

  • Andorra hefur enga flugvelli eða lestarstöðvar. Helstu aðkomuleiðir eru með rútu eða bíl frá nærliggjandi borgum í Spáni (Barcelona) eða Frakklandi (Toulouse). Samgöngur innan Andorra fer að mestu í gegnum strætisvagna eða bílaleigur. Andorra hefur fínt rútukerfi sem nær yfir alla staði landsins en rúturnar fara á 30 mínúnta fresti. Þess vegna mælum við með að leiga bíl.

Tungumál

  • Katalónska er opinbert tungumál Andorra og er landið það eina heiminum sem hefur aðeins Katalónsku sem opinbert tungumál. Spænska, franska og portúgalska eru einnig algeng vegna nálægðar við Spán og Frakkland og einnig vegna fjölmenningarlegs samfélags. Enska er víða töluð á vinsælustu ferðamannastöðunum en heimamenn tala ekki sérstaklega góða ensku en vegna gríðarlega aukningu í fjölda ferðamanna á síðustu áratugum hefur enskukunnátta aukist til muna.

Veðurfar

  • Vetur: Kaldir vetur með snjó á fjöllum, sem gerir landið að frábærum skíðastað.
  • Sumar: Mildir og sólríkir dagar, oft með hitastig á bilinu 20–25°C, tilvalið fyrir gönguferðir og aðra útivist.

Öryggi

  • Andorra er eitt öruggasta land í heimi. Landið er með eina lægstu glæpatíðni í heiminum, þar sem smáglæpir eins og vasaþjófnaður eða þjófnaður eru nánast óþekktir. Andorra mjög öruggur áfangastaður með litlum áhættu fyrir ferðamenn. Hvort sem þú ert að fara að skíða, ganga eða versla, getur þú notið heimsóknarinnar með hugarró

Internet tenging og gagnagögn

  • Wi-Fi er tiltölulega aðgengilegt í Andorra, sérstaklega á ferðamannasvæðum. Flest hótel, kaffihús og veitingastaðir bjóða upp á ókeypis Wi-Fi tengingu fyrir gesti sína.Á skíðasvæðum eins og Grandvalira og Vallnord eru líka oft Wi-Fi svæði sem ferðamenn geta nýtt sér.
  • Andorra er ekki hluti af Evrópusambandinu, þannig að ESB-roaming reglur (án aukakostnaðar) gilda ekki þar. Þetta þýðir að síma- og gagnanotkun í Andorra gæti haft aukinn kostnað fyrir ferðamenn frá ESB/EEA löndum.Til að forðast hátt kostnað er hægt að kaupa staðbundið SIM-kort frá farsímafyrirtæki í Andorra (eins og Andorra Telecom eða Airalo fyrir eSIM).